Nauta bruchetta

  , , , ,   

júní 18, 2019

Súrdeigsbrauð með hvítlaukssósu og grilluðu nautakjöti.

Hráefni

200 g nautasteik frá Skare

1 súrdeigsbrauð

4 msk Filippo Berio ólífuolía

Gróft sjávarsalt

4 msk Heinz majónes

1 bolli klettasalat

3 msk Filippo Berio balsamikgljái

1 stk Parmareggio parmesanostur

Leiðbeiningar

1Grillið nautakjötið og kryddið með salti og pipar, látið kjötið hvíla í 10 til 15 mínútur áður en það er skorið niður í þunnar sneiðar.

2Veltið brauðsneiðum upp úr ólífuolíu og grillið.

3Saltið brauðsneiðarnar með grófu salti og smyrjið með majónesi.

4Leggið klettasalat ofan á hverja sneið, raðið nautakjöti á brauðið, hellið balsamikgljáa yfir og stráið að lokum rifnum parmesanosti ofan á hverja brauðsneið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.