fbpx

Möndlu- og súkkulaði cantucci með kaffinu

Þessar cantucci kökur sem mér skilst að maður eigi ekki að kalla biscotti það sem það er víst bara „smákaka“ á ítölsku, eru algjörlega dásamlegar með góðum kaffisopa. Þær eru vegan og ótrúlega fljótlegt að henda í þær. Geymast síðan vel og haldast lengi góðar. Milt möndlubragðið fer sérlega vel með súkkulaðinu og ég mæli eindregið með því að dýfa þeim í góðan kaffibolla eins og latté með Oatly ikaffe haframjólkinni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 150 g vegan smjör
 260 g cristallino hrásykur, ég notaði frá Rapunzel
 2 tsk vanilludropar
 400 g hveiti
 1 msk lyftiduft
 ¾ tsk Himalaya eða sjávarsalt
 120 ml Oatly ikaffe haframjólk við stofuhita
 60 g möndluflögur
 80 g saxað súkkulaði 85%, ég notaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C blástur og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

2

Setjið vegan smjör og sykur saman í skál og þeytið vel saman, bætið við vanilludropum og þeytið áfram. Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið í. Setjið saman við smjörið og sykurinn og blandið aðeins saman við með sleikju. Bætið mjólkinni saman við, hrærið aðeins í með sleikjunni og blandið þá súkkulaðinu og möndlunum saman við.

3

Setjið deigið á borð og hnoðið saman þar til deigið er orðið nokkuð samfellt. Skiptið deiginu í tvennt og mótið 2 hleifa, hafið þá í frekar mjórri kantinum og setjið á bökunarplötuna. Hafið gott bil á milli þar sem þeir fletjast vel út. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 30 mín.

4

Takið þá hleifana út og leyfið þeim að kólna alveg. Skerið hleifana þá á ská með beittum hníf og raðið á bökunarplötuna. Bakið við 180°C í 10-15 mín og snúið kökunum varlega við einu sinni á bökunartímanum.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 150 g vegan smjör
 260 g cristallino hrásykur, ég notaði frá Rapunzel
 2 tsk vanilludropar
 400 g hveiti
 1 msk lyftiduft
 ¾ tsk Himalaya eða sjávarsalt
 120 ml Oatly ikaffe haframjólk við stofuhita
 60 g möndluflögur
 80 g saxað súkkulaði 85%, ég notaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C blástur og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

2

Setjið vegan smjör og sykur saman í skál og þeytið vel saman, bætið við vanilludropum og þeytið áfram. Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið í. Setjið saman við smjörið og sykurinn og blandið aðeins saman við með sleikju. Bætið mjólkinni saman við, hrærið aðeins í með sleikjunni og blandið þá súkkulaðinu og möndlunum saman við.

3

Setjið deigið á borð og hnoðið saman þar til deigið er orðið nokkuð samfellt. Skiptið deiginu í tvennt og mótið 2 hleifa, hafið þá í frekar mjórri kantinum og setjið á bökunarplötuna. Hafið gott bil á milli þar sem þeir fletjast vel út. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 30 mín.

4

Takið þá hleifana út og leyfið þeim að kólna alveg. Skerið hleifana þá á ská með beittum hníf og raðið á bökunarplötuna. Bakið við 180°C í 10-15 mín og snúið kökunum varlega við einu sinni á bökunartímanum.

Möndlu- og súkkulaði cantucci með kaffinu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.