Mexíkó kjúklingasúpa

    

nóvember 20, 2019

Bragðmikil mexíkósk kjúklingasúpa.

  • Fyrir: 6

Hráefni

3-4 msk ólífuolía frá Filippo Berio

3-4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

3 rauðar paprikur

1 púrrulaukur

1-3 msk karrý

1-3 stk hvítlauksrif

2 flöskur Heinz chilísósa

400 g Philadelphia rjómaostur

500 ml matreiðslurjómi

1 l vatn (jafnvel meira)

1 msk Oscar's kjúklingakraftur

cayenne pipar

salt og pipar

Meðlæti

Nachosflögur frá Mission

Sýrður rjómi

Rifinn ostur

Leiðbeiningar

1Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk.

2Skerið grænmetið smátt.

3Hitið olíu í stórum potti ásamt karrý. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið.

4Látið chilísósuna, rjómaostinn, rjóma, krydd og kjúklingakraft út í pottinn og vatni. Látið malla í 15 mínútur.

5Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Núðlusúpa Ramen Style

Ramen style núðlusúpa sem einfalt er að gera.