Mexíkó kjúklingasúpa

    

nóvember 20, 2019

Bragðmikil mexíkósk kjúklingasúpa.

  • Fyrir: 6

Hráefni

3-4 msk ólífuolía frá Filippo Berio

3-4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

3 rauðar paprikur

1 púrrulaukur

1-3 msk karrý

1-3 stk hvítlauksrif

2 flöskur Heinz chilísósa

400 g Philadelphia rjómaostur

500 ml matreiðslurjómi

1 l vatn (jafnvel meira)

1 msk Oscar's kjúklingakraftur

cayenne pipar

salt og pipar

Meðlæti

Nachosflögur frá Mission

Sýrður rjómi

Rifinn ostur

Leiðbeiningar

1Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk.

2Skerið grænmetið smátt.

3Hitið olíu í stórum potti ásamt karrý. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið.

4Látið chilísósuna, rjómaostinn, rjóma, krydd og kjúklingakraft út í pottinn og vatni. Látið malla í 15 mínútur.

5Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.