Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

    

nóvember 11, 2015

Pastaréttur með sítrónukeim.

Hráefni

250 gr mascarpone rjómaostur við stofuhita

Hýði og safi úr einni sítrónu

1 tsk nýmalaður pipar

3-4 kjúklingabringur

1 ½ msk ólívuolía

2 hvítlauksrif

salt og pipar

1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir

1 poki spínat (250 gr)

500 gr pasta

Ferskrifinn parmesan

Leiðbeiningar

1Hrærið saman fínrifið sítrónuhýði, sítrónusafa, mascarpone og pipar í skál.

2Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í ólívuolíu við miðlungsháan hita þar til þær eru eldaðar í gegn. Bætið pressuðum hvítlauksrifjum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Saltið og piprið.

3Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu en takið það af hitanum 1-2 mínútum áður en það er tilbúið. Takið hálfan bolla af pastavatninu frá og sigtið restina af vatninu frá pastanu.

4Setjið pastað aftur í pottinn og setjið pottinn á miðlungsháan hita. Hrærið mascarpone og sítrónublöndunni saman við ásamt kjúklingnum, sólþurrkuðu tómötunum og spínatinu. Þynnið sósuna með 1/4 af pastavatninu og hrærið vel saman þar til allt er orðið vel heitt. Bætið við meira af pastavatni ef þörf er á.

5Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum er einfaldur réttur sem tekur aðeins 20 mín að útbúa.

Humarpasta frá Himnaríki

Er hægt að biðja um eitthvað meira en sveppi, beikon, hvítlauk, humar og svo allt löðrandi í parmesan rjómasoði ?

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu tekur aðeins korter að útbúa!