Lúxus penne pasta

Hver elskar ekki máltíð sem hægt er að útbúa á um 20 mínútum með öllu!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g De Cecco Penne pasta
 1 smátt saxaður laukur
 2 rifin hvítlauksrif
 100 ml Muga rauðvín
 100 g Hunt‘s Basil-Garlic-Oregano tómatpúrra
 1 dós Hunt‘s hakkaðir tómatar (411 g)
 100 g Philadelphia rjómaostur
 250 ml rjómi
 1 msk. oregano
 1 msk. söxuð basilíka
 Smjör og ólífuolía til steikingar
 Cheyenne pipar, salt, pipar
 50 g parmesan ostur (+ meira til að rífa yfir)

Leiðbeiningar

1

Sjóðið penne pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Steikið lauk og hvítlauk við vægan hita upp úr smjöri og olíu í bland þar til laukurinn mýkist.

3

Hellið rauðvíninu á pönnuna og leyfið því aðeins að gufa upp.

4

Bætið þá tómatpúrru, tómötum í dós, rjómaosti og rjóma á pönnuna og hrærið saman.

5

Kryddið til og blandið parmesan ostinum saman við í lokin og bætið þá pastanu saman við.

6

Rífið meiri parmesanost yfir og gott er að bera pastað fram með hvítlauksbrauði.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

SharePostSave

Hráefni

 500 g De Cecco Penne pasta
 1 smátt saxaður laukur
 2 rifin hvítlauksrif
 100 ml Muga rauðvín
 100 g Hunt‘s Basil-Garlic-Oregano tómatpúrra
 1 dós Hunt‘s hakkaðir tómatar (411 g)
 100 g Philadelphia rjómaostur
 250 ml rjómi
 1 msk. oregano
 1 msk. söxuð basilíka
 Smjör og ólífuolía til steikingar
 Cheyenne pipar, salt, pipar
 50 g parmesan ostur (+ meira til að rífa yfir)
Lúxus penne pasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.