Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati

  ,   

júlí 5, 2019

Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 geiralaus hvítlaukur

1 rauðlaukur

1 rauð paprika

120g sveppir

1 poki spínat (200g)

1 dós bakaðar baunir frá Rapunzel

1 dós niðursoðnir tómatar frá Rapunzel

1 flaska tómat passata frá Rapunzel

3 msk tómatpúrra frá Rapunzel

12 Kalamata ólífur frá Rapunzel

2-3 msk grænmetiskraftur frá Rapunzel

1 rúmleg msk af grænu pestói frá Rapunel

1 dós Oatly rjómaostur

1 bolli rauðar linsubaunir

½ bolli vatn

salt og pipar

1 msk oregano

þurrkuð steinselja eftir smekk

500g heilhveiti spagettí frá Rapunzel

Næringarger eftir smekk frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Takið fram steypujárnspott ef þið eigið, annars er hægt að nota bara víðan þykkbotna pott.

2Saxið grænmeti, má alveg skipta út grænmetistegundum og nota bara það sem þið eigið til.

3Steikið grænmetið upp úr olíunni, þegar laukurinn hefur mýkst og grænmetið náð smá lit bætið þið bökuðum baunum, niðursoðnum tómötum, passata, tómatpúrru, pestói og grænmetiskrafti út í.

4Bætið linsubaunum og vatni út í og látið malla í 30-40 mín.

5Sjóðið spagettí eftir leiðbeiningum.

6Bætið við salti, pipar og kryddum og smakkið til. Látið malla við meðalhita í 30 - 40 mín.

7Berið fram með ólífum, kirsuberjatómötum, ferskri basiliku og næringargeri.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí ofnbakað pasta

Pasta í dásamlegri ostasósu, ofnbakað með nautahakki. Gerist ekki betra.

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum er einfaldur réttur sem tekur aðeins 20 mín að útbúa.

Humarpasta frá Himnaríki

Er hægt að biðja um eitthvað meira en sveppi, beikon, hvítlauk, humar og svo allt löðrandi í parmesan rjómasoði ?