Kjúklinga- og beikonlasagna

  ,   

nóvember 20, 2015

Þetta lasagna er hrikalega gott!

Hráefni

ólífuolía

10 sneiðar beikon,

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, pressuð

500 g Rose Poultry kjúklingabringur, skornar í munnbita

1 rauð paprika, söxuð

1 gul paprika, söxuð

2 msk tómatmauk (tomat paste)

400 g saxaðir tómatar í dós

100 ml kjúklingasoð

1 tsk oregano

salt og pipar

lasagnaplötur

1 lítið zucchini, skorið í sneiðar (má sleppa)

300 g mozzarella, rifinn

Bechamel sósa

50 g smjör

2 msk hveiti

250 ml mjólk

salt og pipar

hnífsoddur múskat

50 g parmesan, rifinn

Leiðbeiningar

1Eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Klippið það niður í litla bita og geymið í skál. Látið laukinn á pönnu og steikið þar til hann er orðinn glær. Bætið þá hvítlauknum út og steikið við vægan hita í 1 mínútu. Bætið síðan kjúklingnum saman við, aukið hitann og brúnið kjúklinginn. Látið þá paprikuna út í og hrærið í aðrar tvær mínútur.

2Bætið því næst tómatmaukinu og látið það þekja grænmetið og kjúklinginn. Setjið að lokum tómata, kjúklingasoð og oregano saman við og saltið og piprið að eigin smekk. Leyfið þessu að malla í 10-15 mínútur.

3Gerið því næst sósuna með því að setja smjörið í pott og bræða við meðalhita. Þegar það er byrjað að sjóða lítillega bætið þá hveitinu saman við og hrærið vel saman við smjörið yfir hita í 1-2 mínútur. Bætið því næst mjólkinni smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í um 3-4 mínútur. Þegar sósan hefur náð æskilegri þykkt (bætið við smá mjólk ef hún er of þykk) bætið þá múskati og parmesanosti saman við.

4Setjið beikonið saman við kjúklinginn.

5Ausið nú einn þriðja af kjúklingnum í ofnfast mót. Raðið zucchini ofaná það og látið síðan einn þriðja af sósunni yfir það og endið með lasagnaplötunum. Endurtakið aftur (kjúklingur,zucchini, sósa, lasagnaplötur) og einu sinni enn, endið þið á sósunni og stráið síðan mozzarella yfir allt.

6Setjið í 200°c heitan ofn og eldið í 30 mínútur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lamba shawarma veisla

Lambakjöt með cous cous.

Kjötbollur Nachos Style

Kjötbollu partýréttur sem slær í gegn.

Karrí og Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu

Fljótlegt og bragðgott en samt einfalt.