Hindberjakókoskaka

  ,   

mars 31, 2021

Hindberjadraumur með kókostopp.

Hráefni

4 stk egg

300 gr sykur

250 gr hveiti

3 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

2 dl mjólk

50 gr smjör

1 box Driscoll´s hindber

Kókos toppur

200 gr púðursykur

100 gr smjör

1 dl mjólk

150 gr kókosmjöl

Skraut

2 box Driscoll´s hindber og flórsykur

Leiðbeiningar

1Þeyta sama egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós

2Sigta hveiti og lyftiduft saman

3Bræða smjörið

4Bæta vanilludropum út í eggjablönduna ásamt hveiti og mjólk og að lokum smjöri

5Smyrja smelluform eða eldfast mót, hella deiginu í formið og dreifa úr

6Setja eitt box af hindberjum út í deigið og baka við 180 °C í 40 mínútur

7Setjið öll hráefnin fyrir Kókos toppinn saman í pott og hitið í nokkrar mínútur

8Hellið kókos-karamellunni ofan á kökuna, skreytið með hindberjum og sáldrið flórsykri yfir

9Gott að bera fram með rjómaís eða þeyttum rjóma

Uppskrift frá Vigdísi Hreins.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!