fbpx

Heit osta ídýfa með spínati og ætiþistlum

Hér er um heita dýfu að ræða eins og eðlu sem dæmi. Hvað er betra en heit dýfa sem er full af osti og allskyns gúmmelaði?

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 gr Philadelphia Original rjómaostur
 70 gr sýrður rjómi
 60 gr majónes frá Heinz
 1 hvítlauksrif marið eða 1/2 geiralaus hvítlaukur marinn
 60 gr rifinn parmesan ostur
 60 rifinn Mozzarella ostur
 Pipar
 250 gr ætiþistlar úr krukku
 150-170 gr frosið spínat

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 180-185 C°blástur

2

Byrjið á að taka spínat úr frysti og setja í örbylgjuofn í eins og 2 mínútur

3

Kreistið svo allt vatn úr spínatinu og leggið á eldhúspappa til að ná mestum raka úr því

4

Sigtið svo ætiþistlana svo öll olía eða safi fari af og skerið þá svo smátt

5

Hrærið næst saman í skál rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og mörðum hvítlauknum, piprið ögn og hrærið vel saman

6

Setjið næst parmesan ostinn, mozzarella, spínatið og ætiþistlana saman við og hrærið vel saman

7

Setjið í eldfast mót og hitið í ofninum í 20 mínútur

8

Berið fram með nýbökuðu baguette brauði eða nacho flögum sem dæmi


Þessi uppskrift er frá PAZ.IS

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 gr Philadelphia Original rjómaostur
 70 gr sýrður rjómi
 60 gr majónes frá Heinz
 1 hvítlauksrif marið eða 1/2 geiralaus hvítlaukur marinn
 60 gr rifinn parmesan ostur
 60 rifinn Mozzarella ostur
 Pipar
 250 gr ætiþistlar úr krukku
 150-170 gr frosið spínat

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 180-185 C°blástur

2

Byrjið á að taka spínat úr frysti og setja í örbylgjuofn í eins og 2 mínútur

3

Kreistið svo allt vatn úr spínatinu og leggið á eldhúspappa til að ná mestum raka úr því

4

Sigtið svo ætiþistlana svo öll olía eða safi fari af og skerið þá svo smátt

5

Hrærið næst saman í skál rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og mörðum hvítlauknum, piprið ögn og hrærið vel saman

6

Setjið næst parmesan ostinn, mozzarella, spínatið og ætiþistlana saman við og hrærið vel saman

7

Setjið í eldfast mót og hitið í ofninum í 20 mínútur

8

Berið fram með nýbökuðu baguette brauði eða nacho flögum sem dæmi

Heit osta ídýfa með spínati og ætiþistlum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…