Heit ostadýfa með spínati og ætiþistli

  

mars 23, 2020

Hráefni

1 dós Philadelfia Original rjómaostur eða 200 gr rjómaostur að eigin vali

70 gr sýrður rjómi

60 gr Majónes (ég notaði Heinz)

1 hvítlauksrif marið eða 1/2 geiralaus hvítlaukur marinn

60 gr rifinn parmesan ostur

60 rifinn Mozzarella ostur

Pipar

250 gr ætiþistlar úr krukku

150-170 gr frosið spínat

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn á 180-185 C°blástur

2Byrjið á að taka spínat úr frysti og setja í örbylgjuofn í eins og 2 mínútur

3Kreistið svo allt vatn úr spínatinu og leggið á eldhúspappa til að ná mestum raka úr því

4Sigtið svo ætiþistlana svo öll olía eða safi fari af og skerið þá svo smátt

5Hrærið næst saman í skál rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og mörðum hvítlauknum, piprið ögn og hrærið vel saman

6Setjið næst parmesan ostinn, mozzarella, spínatið og ætiþistlana saman við og hrærið vel saman

7Setjið í eldfast mót og hitið í ofninum í 20 mínútur

8Berið fram með nýbökuðu baguette brauði eða nacho flögum sem dæmi

Þessi uppskrift er frá PAZ.IS

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir