Einfalt og gott skinkusalat

  , ,   

nóvember 20, 2019

Einfalt og gott skinkusalat.

Hráefni

2 msk HEINZ majónes

2 msk 18% sýrður rjómi

1 tsk dijon sinnep

100 g skinka, smátt söxuð

1/2 laukur, smátt saxaður

1-2 harðsoðin egg, smátt skorið

2 msk púrrulaukur, saxaður

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Blandið majonesi, sýrðum rjóma og dijon sinnepi saman í skál.

2Hrærið hinum hráefnunum varlega saman við og smakkið til með salti og pipar.

3Geymið í kæli.

4Berið fram með Ritz eða Tuc kexi.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Guðdómleg mangó chuntey rjómaostaídýfa

Æðisleg ídýfa með mango chutney.

Pestó ostasalat

Hið fullkomna sælkera ostasalat með 4 ostum.

Spicy túnfisksalat

Túnfisksalat með rjómaosti og chili.