fbpx

Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringir

Þessir ostaköku kleinuhringir eru þeir mýkstu sem ég hef smakkað! Áferðin á ostakökunni sjálfri er eins og silki og eitt af því sem þegar þú hefur smakkað þá er ekki möguleiki á að hætta að borða.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 22 OREO kökur
 75 g vegan smjör
 450 g Oatly hafrasmurostur (PåMackan)
 150 g flórsykur
 1 msk kakó
 1 tsk vanilludropar
 75 g Oatly sýrður hafrarjómi (iMat Fraiche)
 200 g vegan súkkulaði
 100 ml kókosmjólk (með háu fituinnihaldi)
 5 oreo kexkökur

Leiðbeiningar

1

Myljið oreo kexkökurnar í blandara þangað til kexið verður að fínu mjöli, bræðið smjörið og blandið því saman við.

2

Smyrjið kleinuhringjamót, skerið smjörpappír í lengjur (u.þ.b. 1 cm x 10 cm) og leggið tvær lengjur í hvert mót. Setjið kexblönduna í botninn á hverju kleinuhringja móti og setjið svo í frystinn.

3

Blandið saman Oatly rjómaostinum, flórsykri, kakó, vanilludropum og Oatly sýrðum rjóma, setjið blönduna ofan á kexbotninn. Setjið aftur í frystinn.

4

Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál. Hitið kókosmjólkina nánast að suðu (látið ekki sjóða), hellið mjólkinni yfir súkkulaðið og hrærið létt saman með skeið.

5

Takið kleinuhringina úr mótinu á meðan þeir eru vel frosnir, gott er að toga í smjörpappírinn og nota hníf á sama tíma. Fjarlægjið smjörpappírinn og hellið súkkulaðinu yfir hvern kleinuhring, brjótið oreo kexkökurnar og skreytið kleinuhringina með þeim.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 22 OREO kökur
 75 g vegan smjör
 450 g Oatly hafrasmurostur (PåMackan)
 150 g flórsykur
 1 msk kakó
 1 tsk vanilludropar
 75 g Oatly sýrður hafrarjómi (iMat Fraiche)
 200 g vegan súkkulaði
 100 ml kókosmjólk (með háu fituinnihaldi)
 5 oreo kexkökur

Leiðbeiningar

1

Myljið oreo kexkökurnar í blandara þangað til kexið verður að fínu mjöli, bræðið smjörið og blandið því saman við.

2

Smyrjið kleinuhringjamót, skerið smjörpappír í lengjur (u.þ.b. 1 cm x 10 cm) og leggið tvær lengjur í hvert mót. Setjið kexblönduna í botninn á hverju kleinuhringja móti og setjið svo í frystinn.

3

Blandið saman Oatly rjómaostinum, flórsykri, kakó, vanilludropum og Oatly sýrðum rjóma, setjið blönduna ofan á kexbotninn. Setjið aftur í frystinn.

4

Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál. Hitið kókosmjólkina nánast að suðu (látið ekki sjóða), hellið mjólkinni yfir súkkulaðið og hrærið létt saman með skeið.

5

Takið kleinuhringina úr mótinu á meðan þeir eru vel frosnir, gott er að toga í smjörpappírinn og nota hníf á sama tíma. Fjarlægjið smjörpappírinn og hellið súkkulaðinu yfir hvern kleinuhring, brjótið oreo kexkökurnar og skreytið kleinuhringina með þeim.

Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringir

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…