Dumpling salat með edamame og brokkólí

  ,   

janúar 8, 2021

Létt og gott salat með grænmeti og kjúklinga dumplings.

  • Fyrir: 2

Hráefni

1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu

4 dl edamame baunir

200 g brokkólí

Filippo Berio ólífuolía til steikingar

1-2 hvítlauksrif

2 msk rautt karrí frá Blue Dragon

2 msk sesamolía frá Blue Dragon

2 msk ólífuolía

Salt & pipar

Bok choy salat

1-2 vorlaukar

Stappaður fetaostur eftir smekk

1 msk sesamfræ

Ferslur kóríander

Radísuspírur

Leiðbeiningar

1Steikið dumplings, brokkólí og edamame baunir uppúr ólífuolíu.

2Bætið út í sesamolíu, ólífuolíu, rauðu karríi og pressuðu hvítlauksrifi og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk.

3Skerið pak choi gróflega og smátt skerið vorlauk og kóríander.

4Raðið salatinu á disk eða í skál. Því næst dreifið dumplings blöndunni yfir. Toppið svo með vorlauk, stöppuðum fetaosti, sesamfræjum, kóríander og radísuspírum.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!