Dásemdar kjúklingaréttur með kókos & mango chutney sósu

    ,

febrúar 5, 2021

Kjúklingur með chilí-hnetusmjörsósu og mangó chutney kókossósu.

Hráefni

Marinering

4 kjúklingabringur

2/3 krukka hnetusmjör

3-4 msk hlynsíróp

1 rautt chilí og fræin, saxað

2 stilkar vorlaukur, saxaðir

4 hvítlauksrif, pressuð

ólífuolía

Kókos- og mango chutneysósa

1 dós kókosjógúrt

5 msk sýrður rjómi/grísk jógúrt

5 msk mild eða spicy mango chutney frá Pataks

1-2 hvítlauksrif, pressuð

ferskt kóríander, saxað

Leiðbeiningar

Marinering

1Skerið kjúklinginn í tvennt langsum.

2Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman og þynnið með ólífuolíu. Leggið í marineringu í 2 klst.

3Grillið eða setjið í 170°c heitan ofn í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Kókos- og mango chutneysósa

1Blandið öllu saman og geymið í kæli þar til borið fram.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í rjómaostasósu með sveppum & estragon

Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með grænmeti og sweet chilí rjómasósu

Einfaldur og barnvænn kjúklingaréttur, allt í eitt fat og inn í ofn.

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.