Súkkulaðibitakökur með lakkrískeim

Súkkulaðibitakökur eru að mínu mati bestar aðeins volgar ennþá með ískaldri mjólk, mmmmm! Það er alltaf góður tími til þess að baka góðar smákökur! Það þarf alls ekki að bíða til jóla og mér persónulega finnst best að baka eina og eina sort í einu og borða þær jafnóðum!

Skoða nánar
 

Vanillukaka með kókos og karamellukremi

Við íslendingar erum rosaleg súkkulaðiköku þjóð, mér finnst sjaldan sem boðið er upp á vanillukökur í veislum og svona. En þær eiga svo sannarlega skilið sitt pláss á veisluborðunum svo skemmtilegt að leika sér með bragðtegundirnar sem para flestar við vanillubotnana.

Skoða nánar
 

Hnallþóra áramótanna

Almáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.

Skoða nánar
 

Fílakaramellubrownies

Fílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.

Skoða nánar
 

Hátíðarostakaka

Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!

Skoða nánar
 

Krönsí Daim smákökur

Hvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.

Skoða nánar
 

Marabou Daim ostakaka

Ostakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.

Skoða nánar