Dásamlegar vatndeigsbollur með hvítu og brúnu Tobleroni, útkoman var æðisleg

Dásamlegar vatndeigsbollur með hvítu og brúnu Tobleroni, útkoman var æðisleg
Hér gefur að líta á dásamlegar súkkulaðifylltar donuts bollur sem henta vel fyrir þau eru ekki mikið fyrir sultu né rjóma.
Einfaldur pastaréttur með fáum hráefnum.
Almáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
Hátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Fílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.
Margir mauksjóða rjúpurnar í sósunni og vilja láta þær hanga lengi svo villibráðarbragðið skíni sterkt í gegn. Þessi aðferð er þó öllu nýstárlegri og eru rjúpurnar mun mildari á bragðið en á hinn veginn.
Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!