Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!

Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
Einföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.
Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar. Í þeim er leynihráefni sem gerir þær ótrúlega mjúkar að innan. Ég nota í þær kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel sem gefur einstakt bragð og áferð.
Ljúffengir kökubitar með vinsælu súkkulaði eggjunum
Þessar súkkulaðibitakökur eru alveg svakalega góðar! Oreo crumbs gefur kröns í annars mjúka smáköku sem er þó með stökkum köntum, alveg eins og hún á að vera.
Ef að þið elskið litlu súkkulaðieggin frá Cadburys þá munið þið elska þessar einföldu smákökur! Kökurnar renna ljúflega niður með kaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Tilvalið til að baka um helgina með krökkunum eða bara fyrir ykkur til að njóta.
Þær eru stökkar að utan, frekar þungar í sér með mjúkri klístraðri miðju sem ég elska. Svo er súkkulaði og appelsínukeimur af þeim án þess að vera yfirþyrmandi.