OREO súkkulaðibitakökur

    ,

mars 12, 2021

Þessar súkkulaðibitakökur eru alveg svakalega góðar! Oreo crumbs gefur kröns í annars mjúka smáköku sem er þó með stökkum köntum, alveg eins og hún á að vera.

Hráefni

170 g smjör við stofuhita

150 g púðursykur

150 g sykur

2 egg

1 tsk. vanilludropar

200 g hveiti

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

150 g Oreo Crumbs með kremi (+ meira ofan á í lokin)

150 g hvítir súkkulaðidropar

150 g dökkir súkkulaðidropar

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 175°C.

2Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

3Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli og bætið þá vanilludropunum út í.

4Næst má setja hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt og að lokum Oreo Crumbs og báðar tegundir af súkkulaðidropum.

5Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og skammtið vel kúpta matskeið fyrir hverja köku (eða notið ísskeið til verksins).

6Stráið smá meira Oreo Crumbs ofan á deigið áður en það fer í ofninn.

7Bakið í um 10 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að gyllast.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!