Hnetumolar með poppuðu quinoa

Hnetumolar með poppuðu quinoa

Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. „Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast. Stundum voru þessir molar líka notaðir sem verðlaun ef einhver skyldi slá nýtt met á æfingu sem vakti oft mikla lukku.

Fyrst er útbúin “súkkulaðisósa” og svo poppuðu quinoa og salthnetum helt útí og látið harna inní fyrsti. Athugið að sjálf sósan er líka trufluð ein og sér og geri ég hana oft til að bera fram með ávöxtum eða ís. Mér finnst engin súkkulaðisósa toppa þessa og það skemmir ekki að hún er hollari en þessar hefðbundu og auk þess lífræn.“

Read more

Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna

Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna

Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir stökkari og geymast vel í loftþéttu boxi, eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert að hefa þá. Ég nota hrásykurinn frá Rapunzel í snúðana en mér finnst hann gefa bakkelsi eitthvað bragð sem næst ekki með venjulegum hvítum sykri. Að auki er hann lífrænn sem mér finnst skipta heilmiklu máli.

Read more

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Hildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! „Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.“

Read more

Lífræn, ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri

Lífræn, ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri

Tilvalin uppskrift fyrir þá sem eru á ferðinni, t.d. í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9 árum síðan! Það er hægt að skipta út hráefnum eftir því hvað er til og smekk hvers og eins ef þið gætið bara að því að halda hlutföllunum réttum. Öll hráefnin eru bæði lífræn og vegan frá Rapunzel.

Read more

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!

Read more