Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. „Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast. Stundum voru þessir molar líka notaðir sem verðlaun ef einhver skyldi slá nýtt met á æfingu sem vakti oft mikla lukku.
Fyrst er útbúin “súkkulaðisósa” og svo poppuðu quinoa og salthnetum helt útí og látið harna inní fyrsti. Athugið að sjálf sósan er líka trufluð ein og sér og geri ég hana oft til að bera fram með ávöxtum eða ís. Mér finnst engin súkkulaðisósa toppa þessa og það skemmir ekki að hún er hollari en þessar hefðbundu og auk þess lífræn.“