fbpx

Hnetumolar með poppuðu quinoa

Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. "Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast. Stundum voru þessir molar líka notaðir sem verðlaun ef einhver skyldi slá nýtt met á æfingu sem vakti oft mikla lukku. Fyrst er útbúin “súkkulaðisósa” og svo poppuðu quinoa og salthnetum helt útí og látið harna inní fyrsti. Athugið að sjálf sósan er líka trufluð ein og sér og geri ég hana oft til að bera fram með ávöxtum eða ís. Mér finnst engin súkkulaðisósa toppa þessa og það skemmir ekki að hún er hollari en þessar hefðbundu og auk þess lífræn."

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Súkkulaðisósan
 ¾ dl lífrænt kakóduft frá Rapunzel
 1 dl lífrænt hlynsíróp frá Rapunzel
 ¾ dl lífræn kókosolía frá Rapunzel
 2 msk lífrænt hnetusmjör frá Rapunzel
Hnetu & Quinoa mixið
 1 dl salthnetur
 3 dl poppað quinoa, “puffed quinoa” frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að útbúa súkkulaðisósuna með því að blanda öllu sem í hana fer í potti og hitið á vægum hita og hrærið stöðug. Ath. við viljum ekki að hún byrji að sjóða því þá getur hún skilið sig.

2

Setjið súkkulaðisósuna í skál og blandið poppuðu quinoa og salthnetum saman við og hrærið vel.

3

Komið þessu fyrir í eldfast mót, ágætt að hafa smjörpappír undir til að koma í veg fyrir að það festist við. Einnig hægt að setja í lítil muffins form.

4

Látið harðna í frysti, tekur kannski klukkustund. Ef geymt í eldföstu móti er ágætt að taka það út þegar orðið hart og skera í lita kubba og raða aftur í nestisbox og setja svo aftur inní frysti, þá er auðveldara að grípa sér í einn mola við og við


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Súkkulaðisósan
 ¾ dl lífrænt kakóduft frá Rapunzel
 1 dl lífrænt hlynsíróp frá Rapunzel
 ¾ dl lífræn kókosolía frá Rapunzel
 2 msk lífrænt hnetusmjör frá Rapunzel
Hnetu & Quinoa mixið
 1 dl salthnetur
 3 dl poppað quinoa, “puffed quinoa” frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að útbúa súkkulaðisósuna með því að blanda öllu sem í hana fer í potti og hitið á vægum hita og hrærið stöðug. Ath. við viljum ekki að hún byrji að sjóða því þá getur hún skilið sig.

2

Setjið súkkulaðisósuna í skál og blandið poppuðu quinoa og salthnetum saman við og hrærið vel.

3

Komið þessu fyrir í eldfast mót, ágætt að hafa smjörpappír undir til að koma í veg fyrir að það festist við. Einnig hægt að setja í lítil muffins form.

4

Látið harðna í frysti, tekur kannski klukkustund. Ef geymt í eldföstu móti er ágætt að taka það út þegar orðið hart og skera í lita kubba og raða aftur í nestisbox og setja svo aftur inní frysti, þá er auðveldara að grípa sér í einn mola við og við

Hnetumolar með poppuðu quinoa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…