Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöri

Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöri

Ég er búin að ætla mér í þónokkurn tíma að gera nokkrar uppskriftir af góðgæti sem ég kynntist í hinni einu sönnu Ameríku. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Dutch pancakes eða Poffertjes var fyrr en ég fór á stað í New York sem heitir Le pain quotidien. Þar var á boðstólnum þessar dýrindis litlu kringlóttu pönnukökur sem voru bornar fram með banana og maple smjöri, og úff hvað þetta var gott. Poffertjes er mjög þekkt í Hollandi og kannast kannski margir sem hafa þangað komið við að hafa keypt sér poffertjes af götusölum. Hægt er að fá poffertjes með súkkulaðiáleggi, rjóma, síróp eða bara hverju því sem hugurinn girnist. Oftast er þó alltaf búið að sáldra flórsykri yfir. Svo ég lýsi nú aðeins hvað poffertjes er þá er það ekki svo langt frá hinum dönsku eplaskífum, nema í stað lyftidufts er notað ger og það eru engin epli í þeim. Til að geta bakað þær þarf maður helst að eiga sérstaka pönnu til verksins sem svipar mjög til eplaskífupönnu en það er akkurat eplaskífupanna sem ég notaði, sjá mynd neðst. Maple smjör er svo annað sem ég hafði aldrei bragðað áður en vá hvað það er gott. Hér er mikilvægt að nota gott gæða Maple síróp en ég notaði frá Rapunzel. Rapunzel Maple sírópið er hið fullkomna síróp til að nota í maple smjör. Það er Dökkt, kröftugt og gefur eins og karamellubragð. trénu verður það dekkra, bragðmeira sætara. Rapunzel er mjög vandað merki en Rapunzel framleiðir lífrænar vörur af ást og umhyggju og eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun. Rapunzel leggur sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann.

Read more

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Read more

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með fersku tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.

Read more

Lífrænir súkkulaði- & hnetuklattar

Lífrænir súkkulaði- & hnetuklattar

Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla blóðsykrinum og gefa sérlega góða orku.
Ég geri yfirleitt stóran skammt og frysti. Tek út eina og eina sem ég nýt með góðum kaffibolla eða tek með mér í nesti.

Read more

Heslihnetukubbar

Heslihnetukubbar

Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi eða orkukubbar, sem er einstaklega fljótlegt að skella í þar sem maður malar hráefnið bara niður og klessir svo í form og sker svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið á svona partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda boð.

Read more

Hollustuskál

Hollustuskál

Það er svo geggjað að geta útbúið sína eigin skyrskál heima og möguleikarnir eru endalausir! Þetta er alls ekki eins flókið og margir halda svo lengi sem þið eigið réttu hráefnin til! Ég hugsa að það taki í mesta lagi um 5 mínútur að útbúa eina eða fleiri svona skálar heima, líklega styttri tími en það tekur að bíða í röð á sölustað!

Read more

Sykurlaust eplapæ

Sykurlaust eplapæ

Sykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí.

Nokkrar döðlur, bakaður kókos og eplin sjálf eru svo náttúrulega sæt að þetta pæ getur svo sannarlega fullnægt allri sykurlöngun og hentar vel fyrir litla og stóra munna.

Read more

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar m.a. í Fjarðarkaup og Nettó.

Read more