Bruschettur sem bragðast alveg dásamlega. Þær eru svo ferskar, sætar og bragðgóðar með burrata osti, hindberjum, brómberjum, hunangi og pistasíum. Tilvalið að bera fram í veislum, sem forrétt eða sem léttan rétt í sumar. Svo er um að gera að njóta með ísköldu cava rosé, það passar mjög vel með.
