Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó

Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er mín útgáfa sem ég deili með ykkur. Sítrónusafinn í maríneringunni veldur því að laxinn eldast í rauninni án þess að nota hita líkt og við ceviche gerð. Það er smá dútl í kringum þetta en sannarlega þess virði.

Skoða nánar
 

Tælenskt regnbogasalat með trylltri dressingu

Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt innihaldsefnum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Það er sérlega fallegt á borði og ég mæli eindregið með því að bera það fram í matarboðum eða saumaklúbbnum t.d.

Skoða nánar
 

Ljúffeng humarsúpa

Klassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.

Skoða nánar