Tataki-nautakjöt að ítölskum hætti

Tataki-nautakjöt að ítölskum hætti

Áttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.

Read more

Ofurgott taco með andaconfit

Ofurgott taco með andaconfit

Ég segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.

Read more