Toblerone Flórentínur

    

nóvember 12, 2019

Toblerone smákökur með möndlum og appelsínum.

Hráefni

1 ¼ dl rjómi

120 g sykur

45 g smjör

150 g möndlur, fínsaxaðar

1 stk appelsína, börkurinn

50 g hveiti

300 g Toblerone, saxað

Leiðbeiningar

1Hitið sykur, rjóma og smjör í pott og karamelliserið.

2Slökkvið undir og bætið appelsínuberki, hveiti og möndlum saman við.

3Setjið blönduna með matskeið á bökunarpappír, fletjið út með blautri matskeið.

4Bakið við 180°C í 8-10 mínútur.

5Bætið söxuðu Toblerone ofan á heitar kökurnar.

6Geymið í ísskáp.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu

Súkkulaðisæla, bollur með Toblerone fyllingu.