Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur.

Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur.
Þetta litríka baunasalat er ekki bara ljúffengt, heldur er það líka stútfullt af næringu.
Núðluréttir eru einfaldir, bragðgóðir og almennt frekar ódýrir réttir. Þessi réttur er svo sannarlega einn af þeim og sérlega gott að útbúa til þess að taka með sér í nesti í vinnuna t.d. Ég nota hér tófú með núðlunum en ég er aðeins farin að fikra mig áfram með eldmennsku á því. Tófú er þægilegur og ódýr valkostur og hentar sérstaklega vel í asíska rétti. Það virkar í raun eins og svampur og hægt að nota hvaða marineringar og sósur sem er með því. Hoisin sósa eins og ég nota hér hentar einstaklega vel, ég valdi að hafa fíngerðar eggjanúðlur í réttinum og vel af grænmeti, sannarlega fátt sem getur klikkað!
Ekta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.
Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.
Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.
Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bragð.
Til að bæta því við þá hafði maður minn orð á því hversu geggjuð þessi dressing væri… sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt þar sem hann þykist ekki borða rúsínu, sinnep né edik. Lol. 😉
Hot cross buns eða heitar krossbollur eru bakaðar víða um heim um páskana og yfirleitt þá á föstudaginn langa. Þær koma í allskonar útfærslum, algengt er að þær innihaldi rúsínur, sultaða ávexti, appelsínubörk, súkkulaði eða hnetur. Þær tengjast bæði í kristni en einnig í heiðinn sið. Krossinn getur táknað kross Krists og vísað þannig í krossfestinguna. Í heiðnum sið táknar krossinn fjögur kvartilaskipti tunglsins og eru bollurnar fórn til gyðjunnar Eostre sem er gyðja vors og dögunar.
Þessar eru í vegan útgáfu með dökku súkkulaði, kanil og ekta vanillukornum. Þær passa sérlega vel í páskabrönsinn eða páskakaffið. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftina, setja rúsínur til móts við súkkulaðið, sleppa kanil og setja rifinn appelsínubörk osfrv.
Þær passar mjög vel í páskabrönsinn eða páskakaffið og eru bestar ylvolgar með smjöri.
Hamborgarar eru alltaf klassík. Þetta eru auðvitað engin stjarnvísindi en alltaf gaman að koma með nýjar hugmyndir af samsetningu á hamborgara.
Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.
Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.
Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.