Ofnbakaðar kjötbollur með spaghetti

Ítalskar kjötbollur með pestó, dásamlegri sósu og spaghetti bakað í ofni með ferskum mozzarella og toppað með basiliku

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 800 g nautahakk
 ½ krukka pestó með sólþurrkuðum tómötum frá Filippo Berio
 1 dl kotasæla
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 1 egg
 2 hvítlauksrif
 1 tsk origano
 Salt & pipar
 Ólífuolía
 Ferskur mozzarella
 Spaghetti frá De Cecco
 Fersk basilika
Sósa
 Hunts tómatssósa í dós
 1-2 hvítlauksrif
 1 dl parmigano reggiano
 2 msk Philadelphia rjómaostur
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda saman nautahakki, pestó, kotasælu, parmigiano reggiano, eggi, pressuðu hvítlauksrifi, origano, salti og pipar í skál. Hnoðið öllu saman með höndunum eða notið hrærivél.

2

Mótið kjötbollurnar með matskeið þannig að þær verði allar svipaðar að stærð.

3

Dreifið bollunum í eldfast form klætt með bökunarpappír.

4

Drefiði ólífuolíu yfir þær og bakið í 20-25 mín við 190°C eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn.

5

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum og útbúið sósuna á meðan kjötbollurnar eru að bakast.

6

Sósan: Hrærið saman tómatsósu, pressuðu hvítlauksrifi, parmigiano reggiano, rjómaosti, salti og pipar í potti við vægan hita.

7

Dreifið spaghetti í eldfast mót. Því næst dreifið kjötbollunum ofan á og hellið sósunni yfir.

8

Rífið ferskan mozzarella og dreifið yfir og bakið í ofni í 5-7 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

9

Berið fram með ferskri basiliku og parmigiano reggiano.


Uppskrift frá Hildi Rut hjá Trendnet.is

SharePostSave

Hráefni

 800 g nautahakk
 ½ krukka pestó með sólþurrkuðum tómötum frá Filippo Berio
 1 dl kotasæla
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 1 egg
 2 hvítlauksrif
 1 tsk origano
 Salt & pipar
 Ólífuolía
 Ferskur mozzarella
 Spaghetti frá De Cecco
 Fersk basilika
Sósa
 Hunts tómatssósa í dós
 1-2 hvítlauksrif
 1 dl parmigano reggiano
 2 msk Philadelphia rjómaostur
 Salt & pipar
Ofnbakaðar kjötbollur með spaghetti

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…