Vegan rjómapasta með pestó

Fljótlegt og einfalt Vegan rjómapasta með pestó

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 Olía
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
 1/2 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)
 3-4 dl oatly hafrarjómi
 1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)
 500 g spaghetti frá De Cecco
 Grænar ólívur frá Rapunzel
 Klettasalat
 Salt

Leiðbeiningar

1

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, mæli með að setja smá olíu og salt í pottinn.

2

Steikið smátt skorinn hvítlauk í smá olíu á pönnu í örskamma stund, rétt aðeins til að mýkja hann.

3

Blandið hafrasmurosti, hafrarjóma, grænmetiskrafti og pestó útá pönnuna og leyfið að malla.

4

Hellið vökvanum af spaghettíinu þegar það er tilbúið og blandið saman við sósuna.

5

Berið fram með grænum ólívum og klettasalati og saltið eftir smekk.


Uppskrift frá Hildi Ómars

SharePostSave

Hráefni

 Olía
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
 1/2 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)
 3-4 dl oatly hafrarjómi
 1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)
 500 g spaghetti frá De Cecco
 Grænar ólívur frá Rapunzel
 Klettasalat
 Salt
Vegan rjómapasta með pestó

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pasta-lasagnaHér erum við með öðruvísi útgáfu af lasagna, pasta lasagna. Mælum með að prófa, einfalt og gott. 
blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.