Vegan ostasalat

Vegan ostasalat

Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína með mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.

Read more

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar m.a. í Fjarðarkaup og Nettó.

Read more

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega slegið í gegn í afmælum á mínu heimili. Í fjölskyldunni minni eru börn með ólík ofnæmi, s.s mjólkurofnæmi og eggjaofnæmi. Þessi tikkar í þau box að vera laus við hvorutveggja og hentar því vel þeim sem eru með ofnæmi eða vegan.

Leynihráefnið er lífræni matreiðslurjóminn frá Oatly en hann gerir hana alveg einstaklega mjúka og góða. Ég nota hér það allra besta vegan ganache sem til er en það er alveg hægt að gera góðan súkkulaðiglassúr eða vegan smjörkrem.

Read more