Það er fátt betra en ljúffengur fiskréttur og hvað þá þegar hann inniheldur rauðsprettu. Mér finnst rauðspretta svo bragðgóð og er hún í miklu uppáhaldi. Hér kemur réttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes en mér finnst hann passa bæði á virkum degi og um helgi. Þessi réttur er svo dásamlega góður og fljótlegur. Rauðspretta í hvítlauksrjómasósu með hvítvíni, sítrónu, kapers og ólífum. Ég nota Organic Liquid fljótandi hvítlauk sem er algjör snilld í matargerð. Það inniheldur lífrænt ræktaðan hvítlauk og hefur langan líftíma eftir opnun sem minnkar matarsóun. Gott að bera réttinn fram með smátt skornum kartöflum með parmigiano reggiano, ferskum aspas og góðu hvítvíni. Mæli mikið með þessum rétti.