Rauðspretta í dásamlegri sósu

Það er fátt betra en ljúffengur fiskréttur og hvað þá þegar hann inniheldur rauðsprettu. Mér finnst rauðspretta svo bragðgóð og er hún í miklu uppáhaldi. Hér kemur réttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes en mér finnst hann passa bæði á virkum degi og um helgi. Þessi réttur er svo dásamlega góður og fljótlegur. Rauðspretta í hvítlauksrjómasósu með hvítvíni, sítrónu, kapers og ólífum. Ég nota Organic Liquid fljótandi hvítlauk sem er algjör snilld í matargerð. Það inniheldur lífrænt ræktaðan hvítlauk og hefur langan líftíma eftir opnun sem minnkar matarsóun. Gott að bera réttinn fram með smátt skornum kartöflum með parmigiano reggiano, ferskum aspas og góðu hvítvíni. Mæli mikið með þessum rétti.

Skoða nánar
 

Korma rækjur með mangó

3 einföld skref til Indlands með Patak´s! Upplifðu Indland við matarborðið heima. Aðeins 7 innihaldsefni sem tekur enga stund að útbúa dýrinds máltíð úr.

Skoða nánar
 

Silungssneiðar

Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn. Það tekur enga stund að smella í þessa dásemd og til þess að flýta enn frekar fyrir getið þið keypt niðurskorinn silung/lax. Rjómaostur með lauk fullkomnar þetta síðan allt saman!

Skoða nánar
 

Ofnbökuð Tikka Masala ýsa með rauðlauk og tómötum

Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í eldamennskunni svo ég tali nú ekki um að hafa naan brauðið með.

Það er auðvitað klassískt að hafa kjúkling með Tikka Masala en að hafa fisk eða grænmeti er ekkert síðra og er létt og gott í maga.

Skoða nánar
 

Tacos með BBQ bleikju & mangósalsa

Fiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum.

Skoða nánar