Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Bleikur hummus úr hvítum baunum, með rauðrófu og capers borinn fram með hinum litum regnbogans.

Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka.

Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi, útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.

Skoða nánar
 

Hollustuskál

Það er svo geggjað að geta útbúið sína eigin skyrskál heima og möguleikarnir eru endalausir! Þetta er alls ekki eins flókið og margir halda svo lengi sem þið eigið réttu hráefnin til! Ég hugsa að það taki í mesta lagi um 5 mínútur að útbúa eina eða fleiri svona skálar heima, líklega styttri tími en það tekur að bíða í röð á sölustað!

Skoða nánar
 

Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas

Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.

Skoða nánar
 

Grettir

Hér er á ferðinni drykkur sem ég lærði að blanda á „barnum“ í World Class í Fellsmúla árið 1998!

Skoða nánar
 

Vítamínbomba – Orkusafi með rauðrófum og gulrótum

Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að…

Skoða nánar
 

Sumarlegur mangó þeytingur

Það þarf ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott.

Skoða nánar