Fljótleg bananakaka með hnetusmjörskremi

Vel þroskaðir bananar eru auðvitað algjörlega stórkostlegt hráefni í bakstur og ég nýti þá alveg óspart ef bananar eru við það að daga uppi hjá mér. Þessi kaka er ein af okkar uppáhalds á heimilinu og er hér í vegan útgáfu. Það er alveg ótrúlega fljótlegt að henda í þessa og í raun þarf bara eina skál og eina sleif til þess að hræra í deigið. Hún er lungamjúk og djúsí og það er enginn sem fattar að hún sé án dýraafurða þar sem hún lyftir sér mjög vel og molnar ekki eins og margar vegan kökur eiga það til að gera. Ég geri annað hvort rjómaostakrem með henni eða hnetusmjörskrem og það síðarnefnda varð fyrir valinu í dag. Hún helst lengi mjúk og er alveg tilvalin í nestiboxið!

Skoða nánar
 

Djúsí möndlusnúðar með rjómaostakremi

Við sem kunnum að meta klassískar möndlukökur með bleiku kremi og allra handa snúða þurfum að baka þessa ansi reglulega! Algjörlega ómótstæðilegir með góðu möndlubragði og djúsí marsípan fyllingu. Snúðarnir eru vegan og ég nota Oatly haframjólkina í þá sem gerir þá alveg fullkomna. Svo auðvitað er haframjólkin ómissandi með nýbökuðum snúðunum en þá er best að hafa hana alveg ískalda, helst við frostmark. Þessa verðið þið bara að prófa!

Skoða nánar
 

Glútenlausar carob múffur

Ég var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.

Ef þú ert ekki fyrir carob þá er að sjálfsögðu hægt að skipta því út fyrir kakó eða sleppa því alveg.

Skoða nánar
 

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Þegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en ‏það er einfaldlega n‎ýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.

Skoða nánar
 

Vegan Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og eru bæði ungir og aldnir jafn sólgnir í hana. Hér er ég með vegan útgáfu og hana er gott að grípa í hvort sem þið eruð vegan eða þurfið að sleppa eggjum eða mjólk vegna ofnæmis. Rapadura hrásykurinn frá Rapunzel er sérstaklega góður þar sem notast á við púðursykur og hér prófaði ég að nota hann í kókostoppinn. Hann gefur gott karamellubragð sem passar einstaklega vel í þessa uppskrift.

Skoða nánar
 

Ljóskur með öðruvísi ívafi

Hér er um að ræða ljóskur en samt ekki alveg ljóskur. Ljóskur eða blondies á ensku eru oftast andstæðan við brúnkur eða Brownies. Nánast eins nema í stað þess að vera dökkar eru þær ljósar og úr hvítu súkkulaði. Þessar hér eru akkurat þannig en þó ekki. Ég get best lýst þeim þannig að þær eru eins og blanda af ljóskum og kransaköku. Kranskökuáferðin kemur líklegast því ég nota möndlumjöl. Kökuna er ótrúlega einfalt að gera enda örfá hráefni í henni. Ég notaði dásamlega möndlusmyrju frá Rapunzel í staðinn fyrir smjör og var útkoman skemmtilega öðruvísi.

Skoða nánar