Hér kemur ein fallega bleik kaka með rjómaostakremi.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 170°C og setjið smjörpappír í botninn á 4 x 15 cm kökuformum, spreyið þau síðan vel að innan með matarolíuspreyi.
Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti og geymið þar til síðar.
Þeytið saman smjör, sykur og matarolíu þar til blandan verður létt og ljós (skafið aðeins niður á milli).
Bætið síðan þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum til móts við sýrðan rjóma, súrmjólk og vanilludropa.
Hrærið vel saman og skiptið síðan jafnt niður í kökuformin og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu en ekki blautu deigi.
Kælið botnana á grind, skerið ofan af þeim til að jafna þá og útbúið næst kremið.
Þeytið saman smjör, rjómaost, salt og sítrónudropa þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið Cream of tartar saman við flórsykurinn og setjið saman við í nokkrum skömmtum, þeytið vel og skafið niður á milli.
Bætið matarlit saman við og þeytið áfram þar til slétt og létt krem hefur myndast.
Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botnanna og hjúpið fyrst með þunnu lagi af kremi, kælið kökuna síðan í um 15 mínútur.
Hrærið aðeins upp í kreminu áður en þið setjið næsta lag yfir en það má vera um ½ cm á þykkt og sléttið úr þessari umferð eins og unnt er.
Setjið restina af kreminu í sprautupoka og notið þéttan stjörnustút til þess að sprauta „öldumynstur“ bæði ofan á kökuna og neðst við diskinn.
Skreytið síðan með því að setja bleikan Candyfloss á toppinn.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 170°C og setjið smjörpappír í botninn á 4 x 15 cm kökuformum, spreyið þau síðan vel að innan með matarolíuspreyi.
Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti og geymið þar til síðar.
Þeytið saman smjör, sykur og matarolíu þar til blandan verður létt og ljós (skafið aðeins niður á milli).
Bætið síðan þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum til móts við sýrðan rjóma, súrmjólk og vanilludropa.
Hrærið vel saman og skiptið síðan jafnt niður í kökuformin og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu en ekki blautu deigi.
Kælið botnana á grind, skerið ofan af þeim til að jafna þá og útbúið næst kremið.
Þeytið saman smjör, rjómaost, salt og sítrónudropa þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið Cream of tartar saman við flórsykurinn og setjið saman við í nokkrum skömmtum, þeytið vel og skafið niður á milli.
Bætið matarlit saman við og þeytið áfram þar til slétt og létt krem hefur myndast.
Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botnanna og hjúpið fyrst með þunnu lagi af kremi, kælið kökuna síðan í um 15 mínútur.
Hrærið aðeins upp í kreminu áður en þið setjið næsta lag yfir en það má vera um ½ cm á þykkt og sléttið úr þessari umferð eins og unnt er.
Setjið restina af kreminu í sprautupoka og notið þéttan stjörnustút til þess að sprauta „öldumynstur“ bæði ofan á kökuna og neðst við diskinn.
Skreytið síðan með því að setja bleikan Candyfloss á toppinn.