Hér er á ferðinni súkkulaðibitakökur með saltkaramellusúkkulaði. Kökurnar eru mjúkar í miðjunni og brúnaða smjörið gefur þeim extra gott bragð. Lykilatriði er að baka þær ekki of lengi og toppa þær með smá bræddu súkkulaði.
Hér er á ferðinni súkkulaðibitakökur með saltkaramellusúkkulaði. Kökurnar eru mjúkar í miðjunni og brúnaða smjörið gefur þeim extra gott bragð. Lykilatriði er að baka þær ekki of lengi og toppa þær með smá bræddu súkkulaði.
Ljúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar.
Hér kemur ein fallega bleik kaka með rjómaostakremi.
Súkkulaðikaka með OREO smjörkremi sem allir elska.
Bollakökur með smjörkremi og OREO hrekkjavökuskreytingu.
Ég hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í.
Þessa verðið þið bara að prófa!
Fullkominn veislu marengs með ferskum berjum og karamellusósu.
Frábær eplabaka með karamellu, borin fram með ís.
Það er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!