fbpx

Werther´s Original rjómaostaís með LU kanilkexi

Hátíðleg ísterta fyrir sanna sælkera.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 280 g LU Bastogne kanilkex
 80 g smjör
Ís
 5 eggjarauður
 80 g sykur
 170 g púðursykur
 5 dl rjómi
 340 g Philadelphia rjómaostur
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk kanill
 100 g Milka mjólkursúkkulaði
 1 poki (135 g) Werther´s Original Cream Toffees rjómakaramellur
 1 dl rjómi
Toppur
 ¼ lítri rjómi
 1 kassi Toffifee
 Karamellusósa

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að bræða karamellur í potti ásamt 1 dl af rjóma yfir lágum hita. Hrærið þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg. Kælið karamelluna á meðan þið undirbúið botninn og ísinn.

2

Hakkið kanilkexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið vel saman. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og þrýstið blöndunni í botninn og aðeins upp á hliðar formsins. Gott er t.d. að nota botninn á glasi til að þrýsta blöndunni í mótið.

3

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

4

Setjið púðursykur saman við ásamt kanil og vanilludropum og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið til hliðar.

5

Þeytið rjómann þar til hann er alveg að verða stífur og blandið honum varlega saman við með sleif.

6

Hrærið rjómaost þar til hann verður mjúkur og sléttur og blandið honum saman við rjómablönduna með sleif. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

7

Grófsaxið súkkulaðið og bætið saman við blönduna.

8

Hellið ísblöndunni yfir kanilkexbotninn.

9

Hellið karamellunni saman við ísinn. Blandið saman en passið að fara ekki alveg í botninn svo kexinu sé ekki rótað upp.

10

Setijð ísinn í frysti í að lágmarki 5 klst.

11

Skreytið ísinn með þeyttum rjóma, karamellusósu og Toffifee.


Uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 280 g LU Bastogne kanilkex
 80 g smjör
Ís
 5 eggjarauður
 80 g sykur
 170 g púðursykur
 5 dl rjómi
 340 g Philadelphia rjómaostur
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk kanill
 100 g Milka mjólkursúkkulaði
 1 poki (135 g) Werther´s Original Cream Toffees rjómakaramellur
 1 dl rjómi
Toppur
 ¼ lítri rjómi
 1 kassi Toffifee
 Karamellusósa

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að bræða karamellur í potti ásamt 1 dl af rjóma yfir lágum hita. Hrærið þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg. Kælið karamelluna á meðan þið undirbúið botninn og ísinn.

2

Hakkið kanilkexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið vel saman. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og þrýstið blöndunni í botninn og aðeins upp á hliðar formsins. Gott er t.d. að nota botninn á glasi til að þrýsta blöndunni í mótið.

3

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

4

Setjið púðursykur saman við ásamt kanil og vanilludropum og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið til hliðar.

5

Þeytið rjómann þar til hann er alveg að verða stífur og blandið honum varlega saman við með sleif.

6

Hrærið rjómaost þar til hann verður mjúkur og sléttur og blandið honum saman við rjómablönduna með sleif. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

7

Grófsaxið súkkulaðið og bætið saman við blönduna.

8

Hellið ísblöndunni yfir kanilkexbotninn.

9

Hellið karamellunni saman við ísinn. Blandið saman en passið að fara ekki alveg í botninn svo kexinu sé ekki rótað upp.

10

Setijð ísinn í frysti í að lágmarki 5 klst.

11

Skreytið ísinn með þeyttum rjóma, karamellusósu og Toffifee.

Werther´s Original rjómaostaís með LU kanilkexi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Sykurlaust eplapæSykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri.…
MYNDBAND
Hollar kókoskúlurHollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru…