Veganvefjur

  , , ,   

júní 18, 2019

Bragðmilkar vefjur með vegan áleggi og osti.

Hráefni

1 pakki Mission tortillakökur með kínóa og chia

1 pakki Vegan Deli Smoked ostur

1 pakki Vegan Deli Naturel álegg

1 pakki Vegan Deli Roulade De Paris álegg

Lambhagasalat

1 dós Oatly hafrasmurostur

1 dós Oatly sýrður rjómi

2 stk hvítlauksgeirar, pressaðir

1 stk chili, saxaður

3 msk ferskur kóríander

1 stk græn paprika, skorin í strimla

1 stk rauð papríka, skorin í strimla

Salt og pipar

Tabasco® sósa eftir smekk

Leiðbeiningar

1Hrærið hafrasmurost saman við salt, pipar, hvítlauk, chili og kóríander.

2Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og bætið við osti og áleggjum ásamt salati og papriku.

3Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita.

4Berið fram með Oatly sýrðum rjóma og Tabasco®.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.

Nauta tataki með teriyaki mayo

Tataki er japönsk matreiðsluaðferð. Þessi réttur er frábær sem forréttur.

Vegan Mexico Platti

Alveg fáránlega einfaldur og tilvalinn fyrir hvaða hitting sem er.