fbpx

Vegan shawarma skál

Vegan shawarma skál með Vegan Aioli, rauðu kínóa og melónusalati.

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 pakki Hälsans Kök, filet bitar
 1,50 msk Shawarma krydd
 Heinz Vegan Aioli, eftir smekk
 350 g Sæt kartafla
 80 ml rautt kínóa
 2 stk smágúrkur
 100 g smátómatar
 40 g salatblanda
 15 g baunaspírur
 60 g rauðkál
 300 g vatnsmelóna
 10 ml síróp
 10 ml límónusafi
 1 tsk svört sesamfræ
 5 g steinselja
 40 g vegan fetaostur

Leiðbeiningar

1

Setjið filet bitana í skál með olíu, shawarma kryddi og salti eftir smekk. Blandið vel saman og látið standa á meðan unnið er í öðru.

2

Setjið 160 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið kínóa út í pottinn og lækkið hitann svo það kraumi rólega í vatninu. Látið malla undir loki í 25 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki þar til sæta kartaflan er tilbúim.

3

Skerið sæta kartöflu í bita. Veltið upp úr olíu og salti og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í ofni í 30 mín. eða þar til bitarnir eru farið að taka fallegan lit. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

4

Pískið saman síróp, límónusafa, sesamfræ og 1,5 msk af ólífuolíu. Skerið melónu í bita og rífið salatblöndu. Setjið saman í skál ásamt baunaspírum og dressið með límónudressingu.

5

Sneiðið rauðkál mjög þunnt (helst með mandolíni) og dresssið með smá ólífuolíu, sneiðið agúrkur og tómata. Myljið vegan fetaost.

6

Saxið steinselju. Blandið kínóa, sætkartöflubitum og steinselju saman í skál.

7

Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið marineruðu filet bitana þar til þeir hafa tekið fallegan lit.

8

Skiptið öllu á milli skála og berið fram með Heinz Vegan Aioli.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 pakki Hälsans Kök, filet bitar
 1,50 msk Shawarma krydd
 Heinz Vegan Aioli, eftir smekk
 350 g Sæt kartafla
 80 ml rautt kínóa
 2 stk smágúrkur
 100 g smátómatar
 40 g salatblanda
 15 g baunaspírur
 60 g rauðkál
 300 g vatnsmelóna
 10 ml síróp
 10 ml límónusafi
 1 tsk svört sesamfræ
 5 g steinselja
 40 g vegan fetaostur

Leiðbeiningar

1

Setjið filet bitana í skál með olíu, shawarma kryddi og salti eftir smekk. Blandið vel saman og látið standa á meðan unnið er í öðru.

2

Setjið 160 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið kínóa út í pottinn og lækkið hitann svo það kraumi rólega í vatninu. Látið malla undir loki í 25 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki þar til sæta kartaflan er tilbúim.

3

Skerið sæta kartöflu í bita. Veltið upp úr olíu og salti og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í ofni í 30 mín. eða þar til bitarnir eru farið að taka fallegan lit. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

4

Pískið saman síróp, límónusafa, sesamfræ og 1,5 msk af ólífuolíu. Skerið melónu í bita og rífið salatblöndu. Setjið saman í skál ásamt baunaspírum og dressið með límónudressingu.

5

Sneiðið rauðkál mjög þunnt (helst með mandolíni) og dresssið með smá ólífuolíu, sneiðið agúrkur og tómata. Myljið vegan fetaost.

6

Saxið steinselju. Blandið kínóa, sætkartöflubitum og steinselju saman í skál.

7

Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið marineruðu filet bitana þar til þeir hafa tekið fallegan lit.

8

Skiptið öllu á milli skála og berið fram með Heinz Vegan Aioli.

Vegan shawarma skál

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.