fbpx

Saag Aloo – bragðgóður indverskur grænmetisréttur

Saag Aloo hefur verið einn af mínum uppáhalds indversku réttum í mörg ár. Oft nota ég þennan rétt sem meðlæti en hann stendur algerlega einn og sér sem létt máltíð. Kartöflur, spínat og tómatar sem eldaðir eru með góðum kryddum af alúð og natni, það er bara fátt sem toppar það. Ég ber réttinn yfirleitt fram með naan brauði eða pappadums og mango chutney. Það er ótrúlega auðvelt að græja pappadums heima en ég nota þá kökurnar frá Patak‘s. Gott lag af olíu er sett á pönnu og hver kaka er steikt í nokkrar sekúndur. Það tekur enga stund og svo skemmtilegt að bera fram með indverskum mat og alls kyns mauki og sósum. Þennan verðið þið að prófa!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g kartöflur eða 7-8 meðalstórar
 3 msk olía
 1 stk meðalstór laukur
 1 tsk cumin fræ
 1 tsk brún sinnepsfræ
 1 tsk kóríanderduft
 2 tsk kúfaðar af Curry Paste frá Patak´s
 1 stk 3 cm bútur af fersku engiferi
 1 stk grænn chili
 1 stk geiralaus hvítlaukur eða 3-4 hvítlauksrif
 1 stk dós saxaðir tómatar
 200 g spínat gróft saxað
 1 tsk garam masala
 Salt og pipar eftir smekk
 Fersk kóríander til að bera fram með

Leiðbeiningar

Saag Aloo rétturinn
1

Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið þar til þær eru næstum orðnar fullsoðnar eða í rúmlega 10 mín. Hellið þá vatninu af og leyfið að kólna aðeins.

2

Hitið 2 msk. af olíunni á pönnu og steikið laukinn og kartöflurnar á miðlungshita þar til þær eru orðnar fallega gylltar. Færið þá kartöflurnar og laukinn á fat og setjið til hliðar.

3

Setjið restina af olíunni út á pönnuna og bætið cumin og sinnepsfræjunum á og ristið í nokkrar sekúndur, bætið þá engiferi og chili saman við og hrærið áfram í nokkrar sekúndur.

4

Bætið hvítlauk, curry paste og tómötum út á pönnuna og sjóðið saman í 10-15 mín.

5

Bætið þá söxuðu spínatinu saman við og leyfið því að sjóða niður með tómötunum þar til það er alveg orðið mjúkt.

6

Setjið kartöflu og laukblönduna út á pönnuna, kryddið með garam masala, salti og pipar og látið malla í 10 mín til viðbótar.

7

Berið fram með fersku kóríander, brúnum basmati hrísgrjónum, pappadums og mango chutney frá Patak´s.

Pappadums
8

Þegar rétturinn er að malla er gott að nýta tímann og steikja pappadums kökurnar.

9

Setjið 2-3 cm lag af jurtaolíu á þykkbotna pönnu. Pannan þarf alls ekki að vera stór og jafnvel kostur ef hún er frekar lítil en þá þarf minna magn af olíu.

10

Setjið disk með eldhúsbréfi við hliðina á helluborðinu.

11

Hitið olíuna í 180°C. Til að prófa hana er gott að brjóta smá bút af einni kökunni og setja í olíuna. Ef hún bubblar og steikir bútinn hratt er hún tilbúin.

12

Setjið eina köku í einu í olíuna með töngum. Hyljið hana alla snöggt með olíu og það tekur bara 2-3 sekúndur fyrir hana að blása út og steikjast. Það er stundum gott að nota töngina til þess að þrýsta henni niður og setja þá hluta í olíuna sem ekki eru hulin.

13

Snúið kökunni við og steikið áfram í nokkrar sekúndur. Takið hana úr olíunni með tönginni og látið olíuna renna af henni. Leggið á disk.

14

Haldið áfram að steikja allar kökurnar en það eru 10 stk. í einum pakka og það er alveg feykinóg fyrir 4-5 fullorðna með máltíð. Passið bara hitastigið á olíunni, ef hún verður of heit geta kökurnar brunnið, þær eru ekki góðar þegar þær verða of dökkar.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g kartöflur eða 7-8 meðalstórar
 3 msk olía
 1 stk meðalstór laukur
 1 tsk cumin fræ
 1 tsk brún sinnepsfræ
 1 tsk kóríanderduft
 2 tsk kúfaðar af Curry Paste frá Patak´s
 1 stk 3 cm bútur af fersku engiferi
 1 stk grænn chili
 1 stk geiralaus hvítlaukur eða 3-4 hvítlauksrif
 1 stk dós saxaðir tómatar
 200 g spínat gróft saxað
 1 tsk garam masala
 Salt og pipar eftir smekk
 Fersk kóríander til að bera fram með

Leiðbeiningar

Saag Aloo rétturinn
1

Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið þar til þær eru næstum orðnar fullsoðnar eða í rúmlega 10 mín. Hellið þá vatninu af og leyfið að kólna aðeins.

2

Hitið 2 msk. af olíunni á pönnu og steikið laukinn og kartöflurnar á miðlungshita þar til þær eru orðnar fallega gylltar. Færið þá kartöflurnar og laukinn á fat og setjið til hliðar.

3

Setjið restina af olíunni út á pönnuna og bætið cumin og sinnepsfræjunum á og ristið í nokkrar sekúndur, bætið þá engiferi og chili saman við og hrærið áfram í nokkrar sekúndur.

4

Bætið hvítlauk, curry paste og tómötum út á pönnuna og sjóðið saman í 10-15 mín.

5

Bætið þá söxuðu spínatinu saman við og leyfið því að sjóða niður með tómötunum þar til það er alveg orðið mjúkt.

6

Setjið kartöflu og laukblönduna út á pönnuna, kryddið með garam masala, salti og pipar og látið malla í 10 mín til viðbótar.

7

Berið fram með fersku kóríander, brúnum basmati hrísgrjónum, pappadums og mango chutney frá Patak´s.

Pappadums
8

Þegar rétturinn er að malla er gott að nýta tímann og steikja pappadums kökurnar.

9

Setjið 2-3 cm lag af jurtaolíu á þykkbotna pönnu. Pannan þarf alls ekki að vera stór og jafnvel kostur ef hún er frekar lítil en þá þarf minna magn af olíu.

10

Setjið disk með eldhúsbréfi við hliðina á helluborðinu.

11

Hitið olíuna í 180°C. Til að prófa hana er gott að brjóta smá bút af einni kökunni og setja í olíuna. Ef hún bubblar og steikir bútinn hratt er hún tilbúin.

12

Setjið eina köku í einu í olíuna með töngum. Hyljið hana alla snöggt með olíu og það tekur bara 2-3 sekúndur fyrir hana að blása út og steikjast. Það er stundum gott að nota töngina til þess að þrýsta henni niður og setja þá hluta í olíuna sem ekki eru hulin.

13

Snúið kökunni við og steikið áfram í nokkrar sekúndur. Takið hana úr olíunni með tönginni og látið olíuna renna af henni. Leggið á disk.

14

Haldið áfram að steikja allar kökurnar en það eru 10 stk. í einum pakka og það er alveg feykinóg fyrir 4-5 fullorðna með máltíð. Passið bara hitastigið á olíunni, ef hún verður of heit geta kökurnar brunnið, þær eru ekki góðar þegar þær verða of dökkar.

Saag Aloo – bragðgóður indverskur grænmetisréttur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…