Print Options:








Vegan shawarma skál

Magn2 skammtar

Vegan shawarma skál með Vegan Aioli, rauðu kínóa og melónusalati.

 1 pakki Hälsans Kök, filet bitar
 1,50 msk Shawarma krydd
 Heinz Vegan Aioli, eftir smekk
 350 g Sæt kartafla
 80 ml rautt kínóa
 2 stk smágúrkur
 100 g smátómatar
 40 g salatblanda
 15 g baunaspírur
 60 g rauðkál
 300 g vatnsmelóna
 10 ml síróp
 10 ml límónusafi
 1 tsk svört sesamfræ
 5 g steinselja
 40 g vegan fetaostur
1

Setjið filet bitana í skál með olíu, shawarma kryddi og salti eftir smekk. Blandið vel saman og látið standa á meðan unnið er í öðru.

2

Setjið 160 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið kínóa út í pottinn og lækkið hitann svo það kraumi rólega í vatninu. Látið malla undir loki í 25 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki þar til sæta kartaflan er tilbúim.

3

Skerið sæta kartöflu í bita. Veltið upp úr olíu og salti og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í ofni í 30 mín. eða þar til bitarnir eru farið að taka fallegan lit. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

4

Pískið saman síróp, límónusafa, sesamfræ og 1,5 msk af ólífuolíu. Skerið melónu í bita og rífið salatblöndu. Setjið saman í skál ásamt baunaspírum og dressið með límónudressingu.

5

Sneiðið rauðkál mjög þunnt (helst með mandolíni) og dresssið með smá ólífuolíu, sneiðið agúrkur og tómata. Myljið vegan fetaost.

6

Saxið steinselju. Blandið kínóa, sætkartöflubitum og steinselju saman í skál.

7

Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið marineruðu filet bitana þar til þeir hafa tekið fallegan lit.

8

Skiptið öllu á milli skála og berið fram með Heinz Vegan Aioli.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 2