Tómatsúpa

  , ,   

júlí 1, 2019

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.

  • Fyrir: 4

Hráefni

700 ml vatn

1 teskeið af grænmetiskraft frá Oscar

1 stór dós kókosmjólk

2 stórar dósir hakkaðir tómatar frá Hunts

4 hvítlauksrif

1/2 msk chili olía frá Filippo Berio

Salt og Pipar

3 dl pastaskrúfur frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Hakkið tómatana úr dós með töfrasprota, matvinnsluvél eða blender

2Setjið olíu og hvítlauk í pott og leyfið að malla þar til hitinn er kominn upp en passið að laukurinn brenni ekki

3Þegar hitinn er kominn upp bætið þá við hökkuðum tómötum, vatni, grænmetis kraft og kókosmjólk

4Setjið salt og pipar eftir smekk og leyfið að malla í 12 mínútur

5Setjið pastaskrúfur út í og leyfið að malla í 8 - 10 mínútur í viðbót

6Súpan má að sjálfsögðu malla lengur og verður bara betri með tímanum, en eftir þennan tíma er hún orðin fullelduð og má því bera hana fram

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskt Thai tófú salat

Tælenskt salat með mísó sósu.

Bakað bauna taquitos

Vefjur með grænmetis- og baunafyllingu, bakað í ofni með osti.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.