Tikka masala Tófú

    

september 2, 2020

Tikka masalapasteið tekur tófúið á annað level og Oatly sér um að gera sósuna creamy!

Hráefni

Basmati hrísgrjón frá Tilda

1 msk olía

2 kubba tófú

2 msk soja sósa frá Blue Dragon

1,5 stk geira laus hvítlaukur

1,5 dl Tikkamasala paste frá Pataks

2 dl vatn

2 tsk jurtakraftur í dufti / 1 teningur (t.d frá Rapunzel)

2 öskjur litlir heilsutómatar

5 dl Oatly rjómi

3 dl Oatly hrein jógúrt

salta eftir smekk

Leiðbeiningar

1Daginn áður er ágætt að taka tófúið úr pakkningunni, vefja inní viskustykki, setja inní ísskáp og leggja tvær lítersfernur ofan á kubbana. Þetta er gert til þess að pressa sem mestan vökva úr tófúinu svo það geti dregið sósuna betur í sig. Þessu má þó sleppa.

2Tófúið er skorið í teninga og hitað á pönnu sem ekkert festist á. Ef tófúið hefur ekki verið pressað daginn áður er ágætt að hita það lengur á pönnunni áður en nokkru er bætt útá.

3Skerið tómatana í helming og bætið útá pönnuna ásamt, olíu, hvítlauk og soja sósu. Því næst er Tikkamasala paste-i, vatni og jurtakrafti bætt útá og leyft að malla í nokkrar mínútur.

4Að lokum er rjómanum og jógúrtinni bætt útí og leyft að malla í nokkrar mínútur í viðbót.

5Saltað eftir smekk.

6Borið fram með basmati hrísgrjónum og oatly jógúrt. Skreytið gjarnan með grænu eins og kóreander eða steinselju.

Uppskrift eftir Hildi Ómars.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bökunarkartöflur sweet chili með Ritzkexi

Sælkerakartöflur fylltar af osti og Ritz kexi.

Grillað jalapeño og habanero

Sterkt, sætt, salt og einstaklega mjúkt, geggjað á grillið!

Kjúklingabaunir í basil kókossósu

Fullkominn kvöldmatur í miðri viku en hentar einnig frábærlega sem afgangur með í vinnuna.