fbpx

Tígrisrækjuspjót með mangósalsa

Grillaður ferskur forréttur fyrir um 4 manns.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tígrisrækjuspjót
 Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
 200 ml Caj P grillolía með hvítlauk
Mangósalsa
 1 stórt mangó
 ½ rauðlaukur
 1 stórt avókadó
 100 g Driscolls jarðarber
 3 msk. saxað kóríander
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar
Lime dressing
 150 g sýrður rjómi
 150 g Heinz majónes
 1 msk. saxað kóríander
 1 tsk. Habanero Tabasco
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækjuspjót
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.

Mangósalsa
4

Skerið mangó, rauðlauk, avókadó og jarðarber smátt niður og setjið í skál ásamt kóríander.

5

Kreistið lime safa yfir allt og kryddið eftir smekk með smá salti og pipar.

6

Blandið varlega saman með sleif og kælið fram að notkun.

Lime dressing
7

Pískið saman allt hráefni og geymið í kæli fram að notkun.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Tígrisrækjuspjót
 Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
 200 ml Caj P grillolía með hvítlauk
Mangósalsa
 1 stórt mangó
 ½ rauðlaukur
 1 stórt avókadó
 100 g Driscolls jarðarber
 3 msk. saxað kóríander
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar
Lime dressing
 150 g sýrður rjómi
 150 g Heinz majónes
 1 msk. saxað kóríander
 1 tsk. Habanero Tabasco
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækjuspjót
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.

Mangósalsa
4

Skerið mangó, rauðlauk, avókadó og jarðarber smátt niður og setjið í skál ásamt kóríander.

5

Kreistið lime safa yfir allt og kryddið eftir smekk með smá salti og pipar.

6

Blandið varlega saman með sleif og kælið fram að notkun.

Lime dressing
7

Pískið saman allt hráefni og geymið í kæli fram að notkun.

Tígrisrækjuspjót með mangósalsa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SilungssneiðarÞað þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn.…