fbpx

Tígrisrækjuspjót með mangósalsa

Grillaður ferskur forréttur fyrir um 4 manns.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tígrisrækjuspjót
 Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
 200 ml Caj P grillolía með hvítlauk
Mangósalsa
 1 stórt mangó
 ½ rauðlaukur
 1 stórt avókadó
 100 g Driscolls jarðarber
 3 msk. saxað kóríander
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar
Lime dressing
 150 g sýrður rjómi
 150 g Heinz majónes
 1 msk. saxað kóríander
 1 tsk. Habanero Tabasco
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækjuspjót
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.

Mangósalsa
4

Skerið mangó, rauðlauk, avókadó og jarðarber smátt niður og setjið í skál ásamt kóríander.

5

Kreistið lime safa yfir allt og kryddið eftir smekk með smá salti og pipar.

6

Blandið varlega saman með sleif og kælið fram að notkun.

Lime dressing
7

Pískið saman allt hráefni og geymið í kæli fram að notkun.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Tígrisrækjuspjót
 Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
 200 ml Caj P grillolía með hvítlauk
Mangósalsa
 1 stórt mangó
 ½ rauðlaukur
 1 stórt avókadó
 100 g Driscolls jarðarber
 3 msk. saxað kóríander
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar
Lime dressing
 150 g sýrður rjómi
 150 g Heinz majónes
 1 msk. saxað kóríander
 1 tsk. Habanero Tabasco
 ½ lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækjuspjót
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.

Mangósalsa
4

Skerið mangó, rauðlauk, avókadó og jarðarber smátt niður og setjið í skál ásamt kóríander.

5

Kreistið lime safa yfir allt og kryddið eftir smekk með smá salti og pipar.

6

Blandið varlega saman með sleif og kælið fram að notkun.

Lime dressing
7

Pískið saman allt hráefni og geymið í kæli fram að notkun.

Tígrisrækjuspjót með mangósalsa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…