Tælenskur basilkjúklingur

    

september 20, 2019

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 10 mín

    15 mín

    25 mín

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

4 msk olía

1-2 rauð chilí, fræhreinsuð og skorin í þunnar sneiðar

3 skarlottlaukar, þunnt skornir

5 hvítlauksrif, sneidd

600 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

2 tsk sykur

2 msk soyasósa frá Blue Dragon

1 msk fiskisósa frá Blue Dragon

80 ml kjúklingasoð frá Oscar

1 búnt fersk basilíka

Leiðbeiningar

1Bætið kjúklingnum saman við og steikið í aðrar 2 mínútur á meðan þið hrærið reglulega í blöndunni.

2Hitið olíu á pönnu og bætið chilí, skarlottlauki og hvítlauk og steikið í 2 mínútur.

3Bætið sykri, soyasósu og fiskisósu út á pönnuna og steikið í 1 mínútu og bætið síðan kjúklingasoðinu saman við.

4Þegar vökvinn er uppleystur bætið saxaðri basilíku saman við og mýkið örlítið.

5Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!