Tælenskur basilkjúklingur

    

september 20, 2019

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 10 mín

    15 mín

    25 mín

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

4 msk olía

1-2 rauð chilí, fræhreinsuð og skorin í þunnar sneiðar

3 skarlottlaukar, þunnt skornir

5 hvítlauksrif, sneidd

600 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

2 tsk sykur

2 msk soyasósa frá Blue Dragon

1 msk fiskisósa frá Blue Dragon

80 ml kjúklingasoð frá Oscar

1 búnt fersk basilíka

Leiðbeiningar

1Bætið kjúklingnum saman við og steikið í aðrar 2 mínútur á meðan þið hrærið reglulega í blöndunni.

2Hitið olíu á pönnu og bætið chilí, skarlottlauki og hvítlauk og steikið í 2 mínútur.

3Bætið sykri, soyasósu og fiskisósu út á pönnuna og steikið í 1 mínútu og bætið síðan kjúklingasoðinu saman við.

4Þegar vökvinn er uppleystur bætið saxaðri basilíku saman við og mýkið örlítið.

5Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí rjómapasta á grillinu

Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling

Fylltar krönsí kjúklingabringur með chili og sítrónu

Gómsæt og haustleg uppskrift, fylltar kjúklingabringur með rjómaosti, chili og sítrónu bornar fram með kartöflubátum og hvítlaukssósu.

Marakóskur kjúklingaréttur með blönduðu grænmeti

Þessi marakóski kjúklingaréttur er litríkur, fallegur og hreinlega leikur við bragðlaukana.