Taco með humri og beikoni

    

desember 22, 2020

Taco með humri, beikoni, rauðkáli, Philadelphia rjómaosti, tómötum, hvítlauks-og steinseljusósu og toppað með granateplafræum. Svo bragðgóð og einföld uppkrift sem er tilvalið útbúa núna á aðventunni.

  • Fyrir: 6-8 tacos

Hráefni

330 g skelflettur humar frá Sælkerafiski (1 pakkning)

1 msk ólífuolía

4 msk steinselja, smátt söxuð

1 hvítlauksrif, pressað eða rifið

Salt & pipar

Chili flögur

1 msk smjör

8-10 beikonsneiðar

6-8 Street taco frá Mission

Philadelphia rjómaostur eftir smekk

4-6 kokteiltómatar, smátt skornir

4-5 dl rauðkál

Granatepli eftir smekk

Sósa

4 msk Heinz majónes

2 msk sýrður rjómi

½ hvítlauksrif, pressað eða rifið

3 msk steinselja, smátt skorin

Safi úr ½ sítrónu

Salt & pipar

Leiðbeiningar

1Blandið saman í skál humri, ólífuolíu, steinselju, hvítlauk, chili flögum, salti og pipar. Leyfið þessu að liggja saman á meðan þið undirbúið meðlætið.

2Skerið rauðkál og tómata smátt og fjarlægið fræin úr granateplinu.

3Útbúið sósuna. Hærið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, hvítlauk, steinselju, sítrónusafa, salti og pipar.

4Leggið beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til það er orðinn vel stökkt. Skerið beikonið smátt.

5Steikið humarinn uppúr smjöri. Það tekur aðeins örfáar mínútur fyrir humarinn að eldast.

6Steikið tortillurnar upp úr smá olíu þar til þær verða örlítið stökkar. Tekur litla stund. Þið getið líka bakað þær í ofni en þá er gott að bera smá ólífuolíu á þær.

7Smyrjið þær með rjómaosti eftir smekk. Því næst raðið þið rauðkáli í botninn, tómötum, humri, beikoni, sósunni og dreifið granateplafræjunum yfir. Njótið!

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Tortillaskálar með tígrisækjum

Alvöru mexíkósk sælkeraveisla.

Rækju dumplings með risarækjum, eggjanúðlum og grænmeti

Það er svo hrikalega auðvelt og einfalt að græja sér bragðgóða asíska rétti. Ég hef sagt það áður hér en mitt allra mesta uppáhald eru dumplings eða gyoza eins og það er líka kallað.