MG_436m7 (Medium)
MG_436m7 (Medium)

Sweet chilli stir fry núðluréttur

    

nóvember 30, 2018

Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

  • Eldun: 20 mín
  • 20 mín

    20 mín

  • Fyrir: 5

Hráefni

3 Rose Poultry kjúklingabringur

1 haus brokkolí

4-5 meðal stórar gulrætur

1 dós mini maís

1 shallot laukur

2-3 hvítlauksgeirar

Salt og pipar

Þurrkað rautt chillí krydd

2 pokar Sweet chillí wok sósa frá Blue Dragon

1-2 msk Blue Dragon ostrusósa

1 pack Blue Dragon eggjanúðlur

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita. Kryddið þær með salti og pipar og steikið upp út örlítið af olíu.

2Skerið shallot laukinn smátt niður og setjið á pönnuna, steikið. Skerið því næst gulrætur og brokkolí, steikið við meðal hita á pönnunni þar til grænmetið er farið að mýkjast vel, u.þ.b. 7-10 mín.

3Setjið vatn í pott og hitið að suðu, bætið því næst núðlunum í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

4Bætið mini maís og smátt söxuðum hvítlauk út á og steikið létt.

5Bætið sweet chillí sósunni út á pönnunna og blandið vel saman við, því næst helliði vatninu af núðlunum, setjið þær á pönnuna og steikið allt létt saman í smá stund og bætið ostrusósu út á eftir smekk.

Uppskrift frá Lindu Ben

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_9120

Klúbb vefja

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur.

IMG_1433-2-1170x789

Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur?

2019.06.PAZ2

BBQ Twister með piparmajó

Heimagerður twister - súper stökkur og góður