fbpx

Sweet chili kjúklingasúpa

Það eru svo margir kostir við að útbúa góða súpu. Þær má frysta, þær eru fljótlegar í gerð, hollar og mettandi, hagkvæmar og gott að bjóða uppá súpu þegar margir eru í mat. Ég mæli svo mikið með þessari dásemd!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Karrí kjúklingur
 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía
 2 msk karrí
 1 tsk salt
Súpa
 2 msk smjör
 1 rauð chilí
 3-4 hvítlauksrif
 1 laukur
 1/2 púrrulaukur
 1 paprika
 3 msk karrí
 150 g tómatpúrra
 500 g tómat passata (maukaðir tómatar)
 1 l soðið vatn
 1 msk kjúklingakraftur frá Oscar (eða 2 teningar)
 3-4 msk sýrður rjómi eða hálft box
 3 dl rjómi
 4 msk sweet chilí sósa frá Blue dragon
 2 msk sítrónusafi
Meðlæti
 Nachos flögur frá Mission
 kóríander
 sýrður rjómi
 chilí
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Setjið kjúkling, karrý og salt saman í poka með rennilás eða í skál og blandið vel saman.

2

Látið marinerast í smá stund.

3

Látið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

4

Skerið í niður í litla bita.

Súpa
5

Skerið grænmetið smátt niður.

6

Setjið smjör í sama pott og kjúklingurinn var steikur í (þvoið ekki á milli).

7

Skrapið út kjúklingakjötið í botninum það gefur súpunni gott bragð.

8

Steikið grænmetið við miðlungs hita í 2-3 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast.

9

Bætið tómatpúrru og maukuðu tómötunum saman við. Blandið vel saman og steikið í 1-2 mínútur.

10

Bætið þá rjóma og sýrðum rjóma út í pottinn og síðan heitu vatni með kjúklingakrafti. Látið malla (en ekki sjóða) í 5 mínútur.

11

Bætið kjúklingabitunum saman við og látið malla í aðrar 5 mínútur.

12

Setjið að lokum sweet chilí sósu, sítrónusafa, salt og pipar saman við.

13

Smakkið til að eigin smekk. Berið fram með meðlæti að eigin vali.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

Karrí kjúklingur
 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía
 2 msk karrí
 1 tsk salt
Súpa
 2 msk smjör
 1 rauð chilí
 3-4 hvítlauksrif
 1 laukur
 1/2 púrrulaukur
 1 paprika
 3 msk karrí
 150 g tómatpúrra
 500 g tómat passata (maukaðir tómatar)
 1 l soðið vatn
 1 msk kjúklingakraftur frá Oscar (eða 2 teningar)
 3-4 msk sýrður rjómi eða hálft box
 3 dl rjómi
 4 msk sweet chilí sósa frá Blue dragon
 2 msk sítrónusafi
Meðlæti
 Nachos flögur frá Mission
 kóríander
 sýrður rjómi
 chilí
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Setjið kjúkling, karrý og salt saman í poka með rennilás eða í skál og blandið vel saman.

2

Látið marinerast í smá stund.

3

Látið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

4

Skerið í niður í litla bita.

Súpa
5

Skerið grænmetið smátt niður.

6

Setjið smjör í sama pott og kjúklingurinn var steikur í (þvoið ekki á milli).

7

Skrapið út kjúklingakjötið í botninum það gefur súpunni gott bragð.

8

Steikið grænmetið við miðlungs hita í 2-3 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast.

9

Bætið tómatpúrru og maukuðu tómötunum saman við. Blandið vel saman og steikið í 1-2 mínútur.

10

Bætið þá rjóma og sýrðum rjóma út í pottinn og síðan heitu vatni með kjúklingakrafti. Látið malla (en ekki sjóða) í 5 mínútur.

11

Bætið kjúklingabitunum saman við og látið malla í aðrar 5 mínútur.

12

Setjið að lokum sweet chilí sósu, sítrónusafa, salt og pipar saman við.

13

Smakkið til að eigin smekk. Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Sweet chili kjúklingasúpa