fbpx

Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu

Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 350 g nautakjöt að eigin vali, t.d. mínútusteik eða nautagúllas skorið smátt
 1-2 eggjahvítur (má sleppa en gerir nautakjötið enn meira stökkt)
  hveiti
 1 dl grænmetisolía til steikingar
 1 rauð paprika, skorin í þunna strimla
 1 rautt chilí, skorið í þunnar sneiðar
 4 vorlaukar, skorið niður og hvíti og græni hlutinn aðskilinn
 2 hvítlauksrif, pressuð
Chilísósa
 2 msk hrísgrjónaedik, t.d. rice vinegar frá Blue dragon
 2 msk soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
 4 msk sweet chilí sósa, t.d. frá Blue Dragon
 4 msk Hunts tómatsósa

Leiðbeiningar

1

Setjið eggjahvítur í skál og léttþeytið með gaffli. Dýfið kjötinu í eggjahvíturnar og veltið þeim því næst upp úr hveitinu. Hellið olíu á pönnu og leyfið henni að hitna mjög vel, setjið þá kjötið út á pönnuna og steikið þar til kjötið er orðið gyllt og stökkt. Takið kjötið úr olíunni og þerrið á eldhúsrúllu. Hellið olíunni af pönnunni, að undanskilið 1 msk.

2

Setjið paprikuna, helminginn af chillí, hvíta endann af vorlauknum og hvítlauk á pönnuna. Steikið í 3 mínútur þar til grænmetið er farið að mýkjast en passið að hvítlaukurinn brenni ekki.

3

Gerið sósuna með því að blanda öllum hráefnunum saman ásamt 2 msk af vatni og hellið yfir grænmetið. Leyfið að malla í 1-2 mínútur, bætið þá kjötbitunum út í og blandið vel saman.

4

Berið fram með núðlum og stráið vorlauk og chilí yfir (má sleppa þessu skrefi ef þið viljið ekki hafa réttinn of sterkan).


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 350 g nautakjöt að eigin vali, t.d. mínútusteik eða nautagúllas skorið smátt
 1-2 eggjahvítur (má sleppa en gerir nautakjötið enn meira stökkt)
  hveiti
 1 dl grænmetisolía til steikingar
 1 rauð paprika, skorin í þunna strimla
 1 rautt chilí, skorið í þunnar sneiðar
 4 vorlaukar, skorið niður og hvíti og græni hlutinn aðskilinn
 2 hvítlauksrif, pressuð
Chilísósa
 2 msk hrísgrjónaedik, t.d. rice vinegar frá Blue dragon
 2 msk soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
 4 msk sweet chilí sósa, t.d. frá Blue Dragon
 4 msk Hunts tómatsósa

Leiðbeiningar

1

Setjið eggjahvítur í skál og léttþeytið með gaffli. Dýfið kjötinu í eggjahvíturnar og veltið þeim því næst upp úr hveitinu. Hellið olíu á pönnu og leyfið henni að hitna mjög vel, setjið þá kjötið út á pönnuna og steikið þar til kjötið er orðið gyllt og stökkt. Takið kjötið úr olíunni og þerrið á eldhúsrúllu. Hellið olíunni af pönnunni, að undanskilið 1 msk.

2

Setjið paprikuna, helminginn af chillí, hvíta endann af vorlauknum og hvítlauk á pönnuna. Steikið í 3 mínútur þar til grænmetið er farið að mýkjast en passið að hvítlaukurinn brenni ekki.

3

Gerið sósuna með því að blanda öllum hráefnunum saman ásamt 2 msk af vatni og hellið yfir grænmetið. Leyfið að malla í 1-2 mínútur, bætið þá kjötbitunum út í og blandið vel saman.

4

Berið fram með núðlum og stráið vorlauk og chilí yfir (má sleppa þessu skrefi ef þið viljið ekki hafa réttinn of sterkan).

Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu

Aðrar spennandi uppskriftir