fbpx

Spaghetti með kjúkling & aspas

Dýrindis spaghetti réttur með kjúkling og aspas.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g De Cecco spaghetti
 700 g úrbeinuð kjúklingalæri - Rose Poultry
 150 g sveppir
 ½ stk búnt af ferskum aspas
 2 stk hvítlauksrif
 ½ stk blaðlaukur
 2 msk smjör
 1 tsk kjúklingakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 salt og pipar eftir smekk
 handfylli af fersku timian (2tsk þurrt)
 2 tsk ítölsk pastakryddblanda

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða vatn fyrir spaghetti og elda samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Skerið kjúklinginn niður í litla bita og byrjið að steikja á pönnu.

3

Skerið niður sveppi, aspas, blaðlauk og hvítlauk.

4

Þegar kjúklingurinn er orðinn létteldaður bætið grænmetinu saman við á pönnuna ásamt smjöri.

5

Steikið við miðlungshita í 3-5 mín.

6

Bætið þá kjúklingakraft saman við ásamt rjóma og vatni og leyfið að malla í dágóða stund.

7

Kryddið svo með salt og pipar, fersku timjani og ítalskri pastablöndu.

Auka
8

Gott er að bera timjanið fram með spaghettinu fyrir þá sem vilja meira ásamt parmesan osti, brauði eða því sem ykkur finnst passa vel með.


DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g De Cecco spaghetti
 700 g úrbeinuð kjúklingalæri - Rose Poultry
 150 g sveppir
 ½ stk búnt af ferskum aspas
 2 stk hvítlauksrif
 ½ stk blaðlaukur
 2 msk smjör
 1 tsk kjúklingakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 salt og pipar eftir smekk
 handfylli af fersku timian (2tsk þurrt)
 2 tsk ítölsk pastakryddblanda

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða vatn fyrir spaghetti og elda samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Skerið kjúklinginn niður í litla bita og byrjið að steikja á pönnu.

3

Skerið niður sveppi, aspas, blaðlauk og hvítlauk.

4

Þegar kjúklingurinn er orðinn létteldaður bætið grænmetinu saman við á pönnuna ásamt smjöri.

5

Steikið við miðlungshita í 3-5 mín.

6

Bætið þá kjúklingakraft saman við ásamt rjóma og vatni og leyfið að malla í dágóða stund.

7

Kryddið svo með salt og pipar, fersku timjani og ítalskri pastablöndu.

Auka
8

Gott er að bera timjanið fram með spaghettinu fyrir þá sem vilja meira ásamt parmesan osti, brauði eða því sem ykkur finnst passa vel með.

Spaghetti með kjúkling & aspas

Aðrar spennandi uppskriftir