oscar_ravioli
oscar_ravioli

Ravioli með sveppum og spínati

    

nóvember 20, 2015

Unaðslegt Ravioli með sveppum og spínati.

  • Fyrir: 10

Hráefni

30 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi

0,5 dl Filippo Berio ólífuolía

½ stk sítróna, safinn úr 1/2 sítrónu

30 g þurrkaðir sveppir

4 dl rjómi

40 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi

500 g ravioli með ostafyllingu

200 g spínat

Leiðbeiningar

1Fljótandi sveppakraftur (30 ml) blandast með ólífuolíunni og sítrónusafanum svo úr verður sveppaolía. Látið þurrkuðu sveppina liggja í bleyti í klukkutíma.

2Rjóminn er soðinn niður með sveppunum (eftir að þeir hafa legið í bleyti) ásamt 40 ml af fljótandi sveppakraftinum. Ravioli er soðið ,,al dente” í léttsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og klárið suðuna í svepparjómanum.

3Ravioli og spínatinu er blandað saman, svo skal dreypa sveppaolíunni (sem var gerð fyrst) yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05918

Trufflupasta

Trufflupasta eins og það gerist best!

IMG_8278

Allt á einni pönnu kjúklingapasta

Einfalt og virkilega fljótlegt kjúklingapasta sem börnin elska.