Rækjur og rauðrófur

  , , ,   

febrúar 1, 2017

Rækjur með rauðrófusalati.

Hráefni

1 poki íslenskar rækjur (Sælkerafiskur)

1 stór rauðrófa

4 msk chiliolía

4 msk kirsuberjaedik

4 msk basilolía

5 stilkar steinselja - fínt söxuð

1 sítróna - safinn

Salt

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 170° C.

2Skerið 2/3 af rauðrófunni í grófa bita, marínerið með chiliolíu, kirsuberjaediki og kryddið með salti.

3Bakið í ofninum í 30 mínútur, eða þar til rauðrófubitarnir eru mjúkir í gegn.

4Skerið afganginn af rauðrófunni í þunna strimla og marínerið á sama hátt og bitana en eldið ekki.

5Kryddið rækjurnar með basilolíu, sítrónusafa, steinselju og ögn af salti.

6Berið fram kalt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.