Print Options:
Rækjur og rauðrófur

Magn1 skammtur

Rækjur með rauðrófusalati.

 1 poki íslenskar rækjur (Sælkerafiskur)
 1 stór rauðrófa
 4 msk chiliolía
 4 msk kirsuberjaedik
 4 msk basilolía
 5 stilkar steinselja - fínt söxuð
 1 sítróna - safinn
 Salt
1

Hitið ofninn í 170° C.

2

Skerið 2/3 af rauðrófunni í grófa bita, marínerið með chiliolíu, kirsuberjaediki og kryddið með salti.

3

Bakið í ofninum í 30 mínútur, eða þar til rauðrófubitarnir eru mjúkir í gegn.

4

Skerið afganginn af rauðrófunni í þunna strimla og marínerið á sama hátt og bitana en eldið ekki.

5

Kryddið rækjurnar með basilolíu, sítrónusafa, steinselju og ögn af salti.

6

Berið fram kalt.